Frábært sumardekk sem hrein unun er að aka á. Nafnið Kinergy Eco vísar í léttrúllandi tækni, sem sparar eldsneyti, og dekkið er afar hljóðlátt og umhverfisvænt. Og ekki spillir fyrir að verðið er mjög hagstætt. Þetta er vinsælasta sumardekkið sem við bjóðum upp á. Mikil gæði á ótrúlega hagstæðu verði.
Hankook Dynapro HP2 RA33
Hankook Dynapro HP2 er lungamjúkt og hljóðlátt sumardekk á jeppa og jepplinga. Einstaklega hentugt dekk á jeppann og jepplinginn fyrir þá sem halda sig að mestu leyti á malbikinu og vilja fyrst og fremst hafa bílinn hljóðlátan með framúrskarandi grip við sumaraðstæður.
Hankoo Optimo K715
Frábært sumardekk frá Hankook, þar sem mýkt og ending fer saman við mjög hagkvæmt verð. Dekk fyrir hefðbundna notkun fólksbíla.
Hankook Ventus S1 Evo2 K117
Hankook Ventus S1 Evo2 er frábært sumardekk á kraftmikla fólksbíla og sportbíla, þar sem grip á þurrum og blautum vegum er framúrskarandi. Þetta sýnir ADAC dekkjaprófunin 2013 vel, þar sem þessi dekk komu afar vel út. Ef þú vilt hámarksgæði á sanngjörnu verði þá er þetta dekkið fyrir þig.
Hankook Ventus V12 Evo K110
Hankook Ventus V12 Evo er framúrskarandi dekk fyrir sportbíla og kraftmikla fólksbíla í Low profile stærðum. V laga munstur með breiðum vatnslosunarraufum hrindir vatni vel frá dekkinu. Lokaðir kantar gera dekkið hljóðlatara og draga úr hliðarskriði. Dekk gert fyrir mikinn hraða og mikið álag.