Mastercraft CT er fílsterkt jeppadekk, og eitt endingarbesta jeppadekkið á markaðinum í dag. Dekkið er með grófu munstri, en þó ekki jafn gróft og hefðbundin Mud Terrain munstur. Frábær lausn fyrir þá sem finnst All Terrain munstur of fínlegt en vilja þó sleppa við veghljóðið sem oft fylgir Mud Terrain munstrum. Þetta dekk endist gríðarlega vel og þolir mikið hnjask og álag.