Maxxis Bravo AT 771

MAXXIS AT-771 var hannað til að gefa ökumönnum aukið traust og öryggi í akstri um vegi og vegleysur.
Gripgott munstur og kröftugir axlakubbar gera að verkum að akstur um vegleysur verða leikur einn með MAXXIS AT-771. Gott og hljóðlátt A/T dekk í akstri vegum gera MA-771 dekkið að eftirsóknarverðum kosti. Sterkur og öruggur belgur gefa ökumönnum trausta og örugga endingu ásamt góðum aksturseiginleikum á vegum.


Maxxis Bravo MA 751

Maxxis er einn stærsti framleiðandi hjólbarða í Asíu. MA-751 er endingargott dekk sem hægt er að nota í akstur á vegum og vegleysum allt árið um kring.
Mjög gott grip, góðir aksturseiginleikar og hljóðlátt dekk sem ætlað er til aksturs á allskyns undirlagi. MAXXIS MA-751 er M+S merkt sem þýðir að þau eru til nota allt árið um kring í öllum veðrum.


Maxxis Buckshot Mudder MT 754

Maxxis Buckshot Mudder MT-754 er mjög endingargott munstur sem hreinsar sig vel í drullu, snjó og slabbi.
MT-754 dekkið er með tvöföldu vírlagi í bana til að styrkja belginn og verja enn frekar fyrir skemmdum í akstri um vegleysur. MT-754 er frábært dekk í akstur um vegi og vegleysur, fjöll og firnindi. M+S merkt og boruð fyrir nagla. 


Maxxis Bighorn MT 762

MAXXIS Bighorn er geysilega sterkt dekk sem er vel höggvarið á hliðum og því tilvalið í akstur um vegleysur, fjöll og firnindi.
EXTRA breiðir hliðarkubbar sem verja belginn á axlasvæði og nær vel niður á hliðarnar. Bighorn MT er með sérstöku gúmmílagi sem minnkar hættuna á skurðum og skemmdum. Hvítir stafir á hliðum. M+S merkt og boruð fyrir nagla.