Frábær framdekk í Crossið, ef þig vantar dekk sem grípur fast í blautt undirlag, drullu eða mýri þá er MAXXIS SI 7311 framdekkið fyrir þig.
Hönnuð og prófuð í samstarfi við keppendur m.a. í GNCC USA (Grand National Cross Country). Gúmmíblanda Maxxis SI skilar einstöku gripi í mjúku undirlagi svo sem sandi, moldardrullu og mýri o.fl. Brúin á milli hliðarkubba tryggir þér mun meiri rásfestu í beinni línu en gúmmíblandan er einnig að skila þér mun meiri stjórn í beygjum á meiri hraða. Hliðarkubbarnir gefa einstakt grip í akstri í beygjum sem tryggir að línan er greið þegar þú þeysist útúr beygjum.