BFGoodrich Activan sumardekkið er níðsterkt sumardekk í sendibílalínu. Activan dekkið er með aukna höggvörn á hliðum og tvöföldu belgþráðarlagi sem styrkir hann enn frekar. Breitt, traust og öruggt grip í stórum snertifleti og mikið burðarþol í sterku sendibíladekki.
Activan dekkið er hljóðlátt dekk með mjög góða aksturseiginleika og gott grip í bleytu. Vatnslosun er mjög góð og dekkið með mörgum vatnslosunarflipum. Breiðir og sterkir munsturkubbar með vatnslosunarflipum ná góðu gripi á blautum veginum.
BFGoodrich Activan eru líklega bestu kaupin í sendibíladekkjum sem þú getur gert m.t.t. styrks og endingu enda eru þau Evrópsk gæðavara og framleidd af einum stærsta og þekktasta dekkjaframleiðanda í heimi.