Toyo GSI-5

GSi-5 dekkið frá TOYO kemur til með að passa undir fjöldann allan af bílum, fólksbíla, jepplinga- og jeppa. GSi-5 er með frábæra gúmmíblöndu þar sem þúsundum af valhnotuharðskeljum er blandað saman við.
TOYO Observe GSi-5 hentar öllum þeim sem er að leita að dekkjum sem geta boðið uppá hjóðlátan öruggan vetrarakstur á harðskeljadekkjum án nagla. GSi-5 dekkið er hannað til að uppfylla öryggiskröfur ökumanna í vetrarakstri, sama hvaða týpa af bíl verið er að aka við hvernig veðurskilyrði sem er, ís og snjó, slabb og slyddu. Vetrargrip og vatnslosun er ekkert mál fyrir TOYO GSi-5 harðskeljadekkið.


TOYO Open Country Winter Terrain

TOYO Open Country Winter Terrain dekkin eru ætluð undir jeppa og jepplinga.
Silica íblöndunarefnið tryggir gott grip í snjó og slabbi. Winter Terrain dekkin eru míkróskorin og losa sig mjög vel við vatn í akstri í slabbi og slyddu. Gott grip og frábærir aksturseiginleikar.


TOYO Open Country Ice Terrain

TOYO Open Country Ice Terrain dekkið er sérstaklega hannað vetrarmunstur sem hægt er að negla til að ná enn betra gripi á ís og pökkuðum snjó.
Ice Terrain er stefnuvirkt vetrarmunstur með mjúkri gúmmíblöndu sem grípur vel í akstri á hálum vetrarvegum. Þú færð bestu aksturs- átaks- og hemlunareiginleika sem völ er á með því að aka á negldum Ice Terrain dekkjunum frá TOYO. Vetrarakstur í snjó, hálku, slabbi og slyddu er ekkert mál fyrir Ice Terrain dekkin.


Toyo G3S Ice

Byltingarkennd nýjung frá Toyo.

20 naglarákir og ný uppröðun á nöglum. G3S er stefnuvirkt og einstaklega hljóðlátt. Með íblönduðum valhnetuskeljabrotum eykst gripið verulega á ísilögðum vegum. Toyo G3S er með stefnuvirkar vatnslosunarraufar sem gerir þau að frábærum kosti í akstur í slabbi og slyddu. Ef þig vantar neglanlegt alhliða vetrardekk þá verður þú að prófa Toyo Observe G3S.