Ég vil þakka öllum sem hafa haldið tryggð við okkur á þessum álagstíma í umfelgunum. Strákarnir hafa verið mjög duglegir síðustudaga og reynt að gera allt sem þeir geta fyrir ykkur.
Tími vetrardekkjana nálgast, ekki láta hálkuna koma þér á óvart hún kemur fyr en þú heldur. Vantar þig vetrardekk komdu þá tímalega og láttu okkur setja dekkin á felgurnar ef þú ert með tvöfaldan gang af felgum.
Vegna góðra samninga við Sólningu getum við boðið dekkin á Reykjavíkur verðinu (ath eingöngu dekk frá Sólningu).
Frá og með mánudeginum 30 júní lokum við kl.17:00 og fyrirfram bókum ekki tíma í viðgerðir og smurþjónustu á mánudögum og föstudögum vegna anna í smá reddingum á þessum dögum.
Líttu við og athugaðu hvort við getum ekki leyst vandamál sem hefur komið upp í bílnum þínum.