MAXXIS Bighorn er geysilega sterkt dekk sem er vel höggvarið á hliðum og því tilvalið í akstur um vegleysur, fjöll og firnindi. EXTRA breiðir hliðarkubbar sem verja belginn á axlasvæði og nær vel niður á hliðarnar. Bighorn MT er með sérstöku gúmmílagi sem minnkar hættuna á skurðum og skemmdum. Hvítir stafir á hliðum. M+S merkt og boruð fyrir nagla.