Maxxis er einn stærsti framleiðandi hjólbarða í Asíu. MA-751 er endingargott dekk sem hægt er að nota í akstur á vegum og vegleysum allt árið um kring. Mjög gott grip, góðir aksturseiginleikar og hljóðlátt dekk sem ætlað er til aksturs á allskyns undirlagi. MAXXIS MA-751 er M+S merkt sem þýðir að þau eru til nota allt árið um kring í öllum veðrum.