TOYO Open Country Ice Terrain dekkið er sérstaklega hannað vetrarmunstur sem hægt er að negla til að ná enn betra gripi á ís og pökkuðum snjó. Ice Terrain er stefnuvirkt vetrarmunstur með mjúkri gúmmíblöndu sem grípur vel í akstri á hálum vetrarvegum. Þú færð bestu aksturs- átaks- og hemlunareiginleika sem völ er á með því að aka á negldum Ice Terrain dekkjunum frá TOYO. Vetrarakstur í snjó, hálku, slabbi og slyddu er ekkert mál fyrir Ice Terrain dekkin.