Toyo GSI-5

GSi-5 dekkið frá TOYO kemur til með að passa undir fjöldann allan af bílum, fólksbíla, jepplinga- og jeppa. GSi-5 er með frábæra gúmmíblöndu þar sem þúsundum af valhnotuharðskeljum er blandað saman við.
TOYO Observe GSi-5 hentar öllum þeim sem er að leita að dekkjum sem geta boðið uppá hjóðlátan öruggan vetrarakstur á harðskeljadekkjum án nagla. GSi-5 dekkið er hannað til að uppfylla öryggiskröfur ökumanna í vetrarakstri, sama hvaða týpa af bíl verið er að aka við hvernig veðurskilyrði sem er, ís og snjó, slabb og slyddu. Vetrargrip og vatnslosun er ekkert mál fyrir TOYO GSi-5 harðskeljadekkið.